feykir.is
Skagafjörður, Listir og menning
26.11.2008
kl. 15.08
Aldís Fjóla Ásgeirsdóttir verður með tónleika í Sauðárkrókskirkju fimmtudagskvöldið 27. nóvember og hefjast þeir klukkan 21:00. Aldís Fjóla hefur verið við söngnám í Danmörku undanfarin tvö ár en hún mun syngja rokk og jazz í í heimilislegri stemningu kirkjunni.
Henni til aðstoðar verða Ármann Einarsson og Magni Ásgeirsson. Aldís Fjóla hefur meðal annars komið fram og sungið í Brennslunni í Borgarfirði Eystra.
Tónleikarnir eru styrktir af Menningarráði Norðurlands vestra en þeim sem hyggjast skella sér í Sauðárkrókskirkju er bent á að aðgangseyrir er kr. 1000 en ekki er tekið við greiðslukortum.