10. bekkur setur upp Galdrakarlinn í Oz

Undirbúningur fyrir árshátíð 10. bekkjar Árskóla stendur nú sem hæst en fyrirhugað er að setja upp leikritið Galdrakarlinn í Oz nk. þriðjudag. Krakkarnir hafa æft stíft og er allt að smella saman.

Allir eru velkomnir að sjá uppfærslu þeirra en frumsýnt er nk. þriðjudag kl 17:00. Söguna um Dóróteu og ævintýri hennar í töfralandinu þekkja flestir en þar lendir hún í ýmsum raunum ásamt hundinum sínum, Tótó. Með hjálp huglauss ljóns, heimskri fuglahræðu og ryðguðum skógarhöggsmann úr tini leita þau að hinum ógnvekjandi galdrakarli í Oz í von um að fá hjálp við að komast heim til sín aftur.

Fleiri fréttir