112-dagurinn í dag

Eins og flestum er líklega kunnugt var 112-dagurinn í gær og héldu margir björgunarsveitamenn upp á daginn úti á vegum landsins við að aðstoða ferðamenn í vanda. Eins og fram kom á Feyki.is á föstudaginn var fyrirhugað að vera með dagskrá í tilefni dagsins á Hvammstanga og Blönduósi í gær en vegna veðurs og færðar var henni frestað til dagsins í dag og hefst dagskrá klukkan 17:00.

Dagskrána á báðum stöðum má finna í frétt feykis.is á föstudaginn, 112-dagurinn í Húnavatnssýslum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir