17. júní hátíðarhöld á Sauðárkróki

Fjallkonan Andrea Maya Chirikadzi flytur ljóð eftur Friðrik Hansen
Fjallkonan Andrea Maya Chirikadzi flytur ljóð eftur Friðrik Hansen

Þjóðhátíðardagur Íslendinga var haldinn hátíðlegur á Sauðárkróki föstudaginn 17. Júní síðastliðinn.
Veðrið var ekki með hátíðargestum í liði og þurfti að færa hátíðardagskránna af íþróttavellinum inn í íþróttahúsið vegna vætu.
Blöðrur og gleði voru við Skagfirðingabúð áður en skrúðgangan hófst og fór hún frá Skagfirðingabúð að íþróttahúsinu.
Vel var mætt og töluðu hátíðarhaldarar um að mætingin væri mun betri en búist var við, sem sást augljóslega á því að það þurfti að bæta við töluvert af stólum í salinn eftir að fólk var byrjað að streyma inn.
Ekki var dagskráin af verri endanum og byrjaði Ásta Ólöf Jónsdóttir, formaður Pilsaþyts, á hátíðarávarpi.
Kvennakórinn Sóldísir sungu.
Leikfélag Sauðárkróks með atriði úr Ronju Ræningjadóttur og Skilaboðaskjóðunni.
John Tómasson töframaður sýndi töfrabrögð.
Fjallkonan þetta árið var Andrea Maya Cirikadzi og flutti hún ljóðið Hátíðarljóð eftir Friðriks Hansen.

/IÖF


Fleiri fréttir