18 dagar til jóla
feykir.is
Skagafjörður, Austur-Húnavatnssýsla, Vestur-Húnavatnssýsla
06.12.2024
kl. 08.12
siggag@nyprent.is
Er ekki kominn tími til að telja niður til jóla.... mér finnst það allavega. Það er föstudagur og jólaþema í vinnunni og ég sit fyrir framan tölvuna í jólapeysu og jólasokkum eru ekki fleiri sem eru með jólaþema í vinnunni sinni í dag?
Fleiri fréttir
-
Allt upp á ellefu í Miðgarði í gær
Hin árlega tónlistarveisla, Jólin heima, var haldin í Menningarhúsinu Miðgarði í Varmahlíð í gærkvöld fyrir troðfullu húsi gesta sem voru vel með á nótunum frá fyrstu til síðustu mínútu. Og þvílíka veislan! Þessir snillingar sem við eigum toppuðu sig út kvöldið með hverjum gæsahúðarflutningnum á eftir öðrum og þá erum við að tala um allan pakkann; söngvarana, tónlistarmennina, hljóð og ljós. Þetta var allt upp á ellefu.Meira -
Um 900 þúsund söfnuðust í Bangsaleiknum
„Mér fannst Bangsakeikurinn heppnast alveg frábærlega. Það söfnuðust um 900.000 kr fyrir Einstök börn og það var frábært að sjá hvað börnin voru glöð í lok leiks. Við erum staddir núna á Akureyri þar sem við vorum að færa barnadeildinni á sjúkrahúsinu bangsa sem verður svo hægt að gefa börnum sem þurfa að liggja inni í kringum hátíðarnar,“ sagði Arnar Guðjónsson þjálfari Tindastóls þegar Feykir náði í skottið á honum í dag.Meira -
Þriggja mínútna glanskafli skóp sigur Stólanna gegn ÍA
Lið Tindastóls fékk nýliða ÍA í heimsókn í Síkið í gær í Bónus deildinni en um svokallaðan Bangsaleik var að ræða þar sem safnað var fyrir Einstök börn. Fyrir fram var reiknað með öruggum sigri Stólanna en leikurinn var jafn og bæði lið sóttu vel en þriggja mínútna glanskafli Stólanna undir lok fyrri hálfleiks tryggði gott forskot sem gestunum gekk ekkert að vinna á í síðari hálfleik. Lokatölur 102-87 og nú skjótast strákarnir okkar til Eistlands.Meira -
Sýningunni 1238: Baráttan um Ísland verður lokað um áramótin
Í aðsendri grein sem birtist á Feyki.is síðastliðinn fimmtudag sagði Freyja Rut Emilsdóttir, framkvæmdastjóri Sýndarveruleika 1238: Baráttan um Ísland, að tekin hafi verið ákvörðun um að loka sýningunni. Samkvæmt upplýsingum Feykis verður sýningunni lokað um næstu áramót og leitaði Feykir eftir viðbrögðum frá Sigfúsi Inga Sigfússyni sveitarstjóra Skagafjarðar vegna þessara tíðinda.Meira -
Aðventuhátíð Blönduósskirkju
Sameiginleg aðventuhátíð Auðkúlu-, Blönduós-, Svínavatns-, Undirfells- og Þingeyrasóknar verður haldin í Blönduóskirkju sunnudaginn 7. desember klukkan 16.Meira
