19 bændur græða land í Húnaþingi vestra
feykir.is
Uncategorized
27.11.2008
kl. 12.32
Landgræðsla ríkisins hefur óskað eftir fjárstyrk að upphæð, kr. 85.500-, frá Húnaþingi vestra vegna samstarfsverkefnisins „Bændur græða landið“
Í Húnaþingi vestra eru skráðir 19 þátttakendur í verkefninu en þeir bera árlega á um 30 tonn af áburði og hafa þannig grætt upp ótal hektara af eyddu landi. Var erindinu vísað til gerðar fjárhagsáætlunar ársins 2009.
Fleiri fréttir
-
David og Manu framlengja við Tindastól!
Tindastóll hefur náð samkomulagi við David Bercedo og Manuel Ferriol um framlengingu á samningum þeirra við félagið til næstu tveggja ára! Í yfirlýsingu frá knattspyrnudeildinni segir að báðir leikmenn hafi verið lykilmenn í Meistaraflokki karla og lagt sitt af mörkum bæði innan vallar sem utan. Framlengingarnar eru liður í áframhaldandi uppbyggingu liðsins og undirstrika metnað félagsins fyrir komandi ár.Meira -
Jákvæð rekstrarniðurstaða í fjárhagsáætlun Húnabyggðar fyrir 2026
Fjárhagsáætlun Húnabyggðar fyrir árið 2026, sem og þriggja ára áætlun áranna 2027-2029, var samþykkt á sveitarstjórnarfundi á mánudaginn. Í frétt á Húnahorninu segir að áætlað er að heildartekjur A og B hluta verði 2.883 milljónir króna árið 2026, rekstrargjöld 2.423 milljónir og afskriftir rúmar 161 milljón. Rekstrarniðurstaða fyrir fjármagnsliði er áætluð jákvæði um 299 milljónir en að teknu tilliti til þeirra, jákvæð um 124 milljónir. Veltufé frá rekstri er áætlað rúmar 362 milljónir en afborganir langtímalána tæpar 274 milljónir.Meira -
Jólatónleikar í Hóladómkirkju
Föstudaginn 19.desember verða jólatónleikar Skagfirska kammerkórsins í Hóladómkirkju, tónleikarnir hefjast kl.20. Á dagskrá eru gömul og góð jólalög í bland við nýrri, m.a. verður nýtt fallegt jólalag frumflutt sem var samið fyrir kórinn í tilefni af 25 ára afmæli kórsins, lagið er eftir Auði Guðjohnsen og ljóðið eftir okkar ástæla skáld Sigurð Hansen í Kringlumýri Skagafirði.Meira -
Fyrstu meistarar Tindastóls heiðraðir í gærkvöldi
Í hálfleik á leik Tindastóls og KR í Síkinu í gærkvöldi var þess minnst að 50 ár eru síðan Tindastóll eignaðist sína fyrstu Íslandsmeistara í körfubolta. Gömlu kempurnar sem áttu heimangengt voru mættir til leiks og kynntir fyrir áhorfendum í hálfleik og veittar viðurkenningar. Ágúst Ingi Ágústsson, sem er manna fróðastur um sögu körfuboltans á Króknum, flutti smá tölu við athöfnina og má lesa hana hér.Meira -
247 stiga jólaveisla í Síkinu
Það voru hálfgerð litlujól í Síkinu í gærkvöldi þegar Vesturbæingar mættu vel stemmdir til leiks gegn stigaóðu liði Tindastóls í síðustu umferð Bónus deildar karla fyrir jól. Leikurinn var spilaður á ofsahraða og má eiginlega segja að liðin hafi varla náð að stilla upp í vörn í leiknum – það var bara búið að skjóta áður. Gestirnir byrjuðu leikinn betur en heimamenn tóku völdin þegar á leið og lönduðu öruggum sigri. Lokatölur 130-117 en sjö leikmenn Tindastóls gerðu öll 130 stig liðsins og skoruðu þeir allir meira en tíu stig.Meira
