192 án atvinnu

Samkvæmt vef Vinnumálastofnunar eru nú 192 einstaklingar á Norðurlandi vestra án atvinnu að einhverju að leiti.

 

Eitthvað er um að auglýst séu laus störf á svæðinu en upplýsingarnar hér að neðan fékk Feykir.is á vef Vinnumálastofnunar.

Sumarstörf í upplýsingamiðstöðinni í Varmahlíð

Í starfinu felst meðal annars upplýsingagjöf til ferðamanna, þjónusta og afgreiðslustörf. Æskilegt er að umsækjandi hafi reynslu af þjónustustörfum, gott vald á erlendum tungumálum og góða þekkingu á svæðinu. Einnig er æskilegt að starfsmaðurinn sýni frumkvæði í starfi, sveigjanleika og metnað og hafi ríka þjónustulund.

Ráðningartími er frá byrjun júní til ágústloka. Um er að ræða vakta- og helgarvinnu. Umsóknum skal skilað í Ráðhús Skagafjarðar, Skagfirðingabraut 21, 550, Sauðárkróki fyrir kl. 16.00 þann 17. apríl n.k.

Laun samkv. kjarasamningi Starfsmannafélags Skagafjarðar.

Nánari upplýsingar gefur Guðrún Brynleifsdóttir í síma 455-6161 / 893-9820 gudrunb@skagafjordur.is

1. apríl


  

Sumarvinna, hlutastarf  - Miðaldasaga - Sturlungaöld

Hefurðu áhuga á miðaldasögu Skagafjarðar? Viltu vinna við að miðla atburðum Sturlungaaldar til samferðamanna þinna? Þá skaltu hafa samband og koma á námskeið hjá okkur til að rifja upp alla þá átakanlega atburði sem gerðust hér í firðinum á þessum tíma.

Upplýsingar veitir Kristín í síma 867-4213 eða á netfangið kristin@skagafjordur.is 

30. mars


Sveitarfélagið Skagafjörður - sumarvinna

Á vef Sveitarfélagsins Skagafjarðar er að finna auglýsingar um hin ýmsu sumarstörf sem eru laus til umsóknar.

Þar má nefna: Safnvörð hjá Byggðasafni Skagafjarðar. Félagsþjónustuna vantar fólk  á sambýli, í Iðju Hæfingu, og í sjálfstæðri búsetu. Garðyrkjudeild vantar 2 flokksstjóra, starfsmenn við slátt og í almenna garðyrkjuvinnu. Vinnuskólann vantar flokksstjóra. Við íþróttamannvirki vantar sundlaugarvörð, og við ýmis störf á íþróttavöllum og í íþróttahúsi. Sundlaugina í Varmahlíð vantar einnig sumarafleysingafólk.

Nánari upplýsingar og umsóknarform er að finna á heimasíðunni www.skagafjordur.is og má skila þeim rafrænt eða í Ráðhúsið, Skagfirðingabraut 21, Sauðárkróki en þar fást einnig umsóknareyðublöð.

30. mars


 Hvammstangi -  Hjúkrunarfræðingur

  

Heilbrigðisstofnun Hvammstanga óskar eftir að ráða hjúkrunarfræðing til starfa frá 1. júlí n.k. eða eftir nánara samkomulagi. Starfshlutfall 70-100% Launakjör skv. samningi ríkisins og FÍH og stofnanasamningi.

Upplýsingar um starfið veita Helga Hreiðarsdóttir framkv.stj. hjúkrunar og Guðrún Benónýsdóttir yfirhjúkrunarfræðingur í síma 455-2100 eða á netfanginu hhv@hhv.is.

Umsóknarfrestur er til 14. apríl n.k. og skulu umsóknir berast til Heilbrigðisstofnunarinnar Hvammstanga, Spítalastíg 1, 530, Hvammstanga. Öllum umsóknum verður svarað.

                                                                                                  Heilbrigðisstofnun Hvammstanga

30. mars.


   

Starfsmaður í Ráðhús óskast

Sveitarfélagið Skagafjörður óskar eftir að ráða starfsmann í fullt starf. Um er að ræða fjölbreytt starf m.a. við ritara- og bókhaldsstörf, móttöku og símvörslu.

Æskilegt er að viðkomandi hafi góða menntun, haldgóða þekkingu og starfsreynslu við bókhald og almenna tölvufærni. Þekking á Navision viðskiptakerfum og Word og Excel mikill kostur. Einnig er gerð krafa um frumkvæði í starfi, metnað, sveigjanleika og lipurð í samskiptum.

Laun skv. gildandi kjarasamningum.

Umsóknarfrestur er til 3. apríl n.k.  

 Nánari upplýsingar veitir Margeir Friðriksson sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs í síma 455-6000, netfang: margeir@skagafjordur.is   

23. mars.


 

Hótel Varmahlíð - fjölbreytt sumarstörf

Hótel Varmahlíð auglýsir eftir starfsfólki næsta sumar . Um fjölbreytt störf er að ræða.

Áhugasamir hafi samband við Svanhildi Pálsdóttur, hótelstjóra í síma 453-8170 eða á netfangið svanhild@hotelvarmahlid.is.

                                                                                                                    *****   Hótel Varmahlíð   *****

16. mars.

Fleiri fréttir