193.100 krónur voru í krukku Landsbankans
feykir.is
Skagafjörður
14.12.2010
kl. 08.20
Magnús H. Rögnvaldsson sigraði í jólagetraun Landsbankans á Sauðárkróki 2010. Getraunin fór fram í opnu húsi hjá Landsbankanum þann 27. nóvember í tengslum við það þegar jólatréð á Kirkjutorginu var upplýst í fyrsta sinn á aðventunni.
Getraunin gekk út á það að giska á peningaupphæð í krukku og komst Magnús nærri því en hann giskaði á að krukkan geymdi kr. 192.500 en rétt upphæð var kr. 193.100.
Verðlaunin voru kr. 10.000 á gjafakorti, 3 golfkúlur og flatargaffall. Alls tóku 171 gestur þátt og þakkar Landsbankinn þátttakendum fyrir og óskar þeim gleðilegra jóla..
Á meðfylgjandi mynd er sigurvegarinn að taka við verðlaunum úr hendi útibússtjórans.