24 nemendur stóðust sveinspróf í húsasmíði

Nemendur undirbúa sig fyrir prófið. Mynd:FE
Nemendur undirbúa sig fyrir prófið. Mynd:FE

Dagana 8.-10. janúar voru haldin sveinspróf í húsasmíði í Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra á Sauðárkróki og voru niðurstöður prófa kynntar sl. miðvikudag. Metfjöldi nemenda þreytti prófið eða 24 nemendur sem allir gerðu sér lítið fyrir og stóðust verklega prófið.

„Aldrei hafa jafn margir þreytt sveinspróf á sama tíma í sögu skólans. Þessi frábæri árangur er góður vitnisburður um þá starfsemi sem fram fer í verknámsdeildum skólans," segir í frétt á vef skólans.

Feykir leit við í trésmíðadeildinni þegar nemendur unnu að undirbúningi fyrir prófið og hér má sjá myndir sem teknar voru þá.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir