25 stiga sigur á Þórsurum í drengjaflokki

Strákarnir í drengjaflokki Tindastóls í Körfuknattleik gerðu góða ferð til Akureyrar í gærkvöldi, þegar þeir unnu Þórsara í B-riðli Íslandsmótsins 53-78.

Með sigrinum lyftu strákarnir sér upp um eitt sæti í riðlinum og eru þeir núna í 1. - 4. sæti með 8 stig eins og Njarðvíkingar sem eru ósigraðir, FSu með 4/1 og Keflavík með 4/2 eins og okkar strákar. Staðan í innbyrðisviðureignum ræður því að þeir eru í þriðja sæti sem stendur.

Tobbi var stigahæstur strákanna með 18 stig, Pálmi Geir var 14, Gummi 10, Ingimar 9, Einar Bjarni 8, Jónas 7, Reynald 6, Ingvi 5 og Sigurður 1.

Næsti leikur drengjaflokks er gegn Njarðvík hér heima 20. nóvember

Fleiri fréttir