3. flokkur kvenna selur Bláa naglann
Á morgun, fimmtudag og fram til sunnudagsins 3. mars, munu stelpurnar í 3. flokki kvenna Tindastóls í fótbolta ganga í hús á Sauðárkróki og selja Bláa naglann, sem er tákn vitundarvakningar karlmanna með krabbamein. Einnig verða stúlkurnar í Skagfirðingabúð frá klukkan 16-19 bæði fimmtudag og föstudag. Safnað er fyrir skimunarprófum fyrir ristilkrabbameinum og samfélagssjóð um erfðarannsóknir.
Í tilkynningu frá stelpunum segir að ef fyrirtæki eða hópar vilji kaupa af þeim varning er hægt að hafa samband í síma 8625771 en seldir eru pennar sem kostar 2000 kr. stykkið.
Þessi sala stelpnanna er liður í fjáröflun fyrir ferð þeirra í knattspyrnuskóla, sem þær stefna á að fara í til Spánar í sumar. Með kaupum á pennanum styrkið þið gott málefni Bláa naglans og ungar og upprennandi knattspyrnukonur í leiðinni.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.