31 verkefni hlaut styrk úr Menningarsjóði KS

Að venju var margt um manninn í Kjarnanum þegar styrkjum úr Menningarsjóði KS var úthlutað. Mynd: PF
Að venju var margt um manninn í Kjarnanum þegar styrkjum úr Menningarsjóði KS var úthlutað. Mynd: PF

Í gær fór fram úthlutun styrkja hjá Menningarsjóði Kaupfélags Skagfirðinga í sal Kjarnans á Sauðárkróki. Alls fengu 31 verkefni styrk en þau eru af ýmsum toga og mörg hver tilkomin vegna þeirra styrkja sem veittir eru til menningarmála í héraði. Bikar, og styrkur, til minningar um Stefán Guðmundsson fyrrverandi stjórnarformann Kaupfélags Skagfirðinga og konu hans Hrafnhildi Stefánsdóttur, var einnig veittur og kom í hlut Ragnars Ágústssonar, ungs og efnilegs körfuboltamanns.

Ragnar æfir og leikur með drengja- og meistaraflokki Tindastóls í körfubolta og þykir mikið efni í þeirri íþrótt. Hann er sonur Ágústs Andréssonar og Guðbjargar Ragnarsdóttur, en hún lést nýlega eftir baráttu við erfiðan sjúkdóm.

Eftirfarandi verkefni hlutu styrk en tekið skal fram að röðunin segir ekkert til um styrkupphæðir.

01. Frásaga       
02.  Unglingaráð körfuknattleiksdeildar Tindastóls
03.  Björgunarsveitin Skagfirðingasveit; unglingadeildin Trölli
04. Skagfirðingasveit-Björgunarsveit

05. Samgönguminjasafn Skagafjarðar
06.  Sálarrannsóknarfélag Skagafjarðar
07.  Ungmenna og íþróttafélagið Smári
08.  Guðbrandsstofnun

09. Skagfirski kammerkórinn
10.  Sönghópur Félags eldri borgara
11.  Pilsaþytur í Skagafirði
12.  Kristín Björg Ragnarsdóttir

13. Hólaneskirkja á Skagaströnd
14. Búminjasafnið í Lindabæ
15.  Rökkurkórinn
16.  Kvennakórinn Sóldís

17.  Félagið á Sturlungaslóð í Skagafirði
18.  María Finnbogadóttir
19.  Gunnar Rögnvaldsson
20.  Vesturfararsetrið á Hofsósi

21.  Karlakór Bólstaðarhlíðarhrepps
22.  Plúsfilm   ehf.
23.  Leikfélag Sauðárkróks
24. Bogfimideild Tindastóls

25.  Kirkjugarður Sauðárkrókskirkju
26.  Stofnun Vigdísar Finnbogadóttur- Háskóli Íslands
27.  Jón Ormar Ormsson
28.  Karlakórinn Heimir

29.  Kirkjukór Sauðárkrókskirkju
30. Heimilisiðnaðarsafnið
31.  Landsmót UMF

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir