37 milljónum úthlutað úr vaxtarsamningi
feykir.is
Skagafjörður, Austur-Húnavatnssýsla, Vestur-Húnavatnssýsla
19.11.2014
kl. 16.49
Í haust auglýsti Vaxtarsamningur Norðurlands vestra eftir umsóknum um styrki og rann umsóknarfrestur út 26. september. Alls bárust 22 umsóknir en ein kom ekki til álita vegna formgalla.
Á fundi úthlutunarnefndar þann 1. nóvember sl.voru um sóknirnar teknar fyrir og ákveðið að 14 þeirra fengju styrk. Heildarupphæð til úthlutunar var 37.098.191. Þessa dagana er unnið að samningsgerð við styrkþega og áætlað er að þeirri vinnu ljúki í næstu viku. Að því loknu verða nánari upplýsingar um styrkþega birtar.