4,9% í stað 11%
feykir.is
Austur-Húnavatnssýsla
07.12.2010
kl. 08.15
Heilbrigðisstofnunin á Blönduósi mun þurfa að skera niður um 4,9% á næsta ári í stað 11% líkt og fram kom í fyrstu drögum að fjárlögum. Stofnunin þurfti að skera mikið niður á yfirstandandi ári og hafa mikil mótmæli farið fram á Blönduósi bæði fyrr á árinu þar sem leiðréttingar á fjárlögum yfirstandandi árs var krafist.
Þær leiðréttingar fengust ekki og verður stofnuninni gert að skera niður um 4,9% til viðbótar á næsta ári.