59 milljónum úthlutað úr Vaxtarsamningi
Í árslok 2014 voru tvær úthlutanir úr Vaxtarsamningi Norðurlands vestra. Alls bárust 22 umsóknir vegna fyrri úthlutunar og hlutu 14 þeirra styrki. Vegna seinni úthlutunar bárust 18 umsóknir og 10 þeirra hlutu styrki. Heildarupphæði úthlutaðra styrkja var rúmar 59 milljónir.
Eftirfarandi hlutu styrki við úthlutun 1. nóvember, en heildarupphæð til úthlutunar var 37.098.191 kr.
Selasetur Íslands: Áframhaldandi sókn náttúrutengdrar ferðaþjónustu í Húnaþingi vestra, kr. 6.000.000
Dimension of Sound ehf. : Íslenskir gæðahátalarar fyrir almennan markað, kr. 3.000.000
BioPol ehf: Ræktun sjávargróðurs, kr. 4.500.000
Hólanes ehf.: Markaðskönnun og hagkvæmniathugun á byggingu hótels á Skagaströnd, kr. 4.600.000
Sigrún F. Arnardóttir: Sauðárkrókur - bærinn undir Nöfunum kr. 750.000
Iceprotein: Aukin verðmæti úr folaldakjöti, kr. 2.695.000
Álfaklettur ehf.: Þurrkun og nýting skjaldkirtils úr sláturdýrum, kr. 4.174.541
Húnaþing vestra: Efling fjárfestinga í Húnaþingi vestra, kr. 1.578.650
Míosak ehf.: Norðurland vestra í fókus, kr. 2.000.000
Sveitarfélagið Skagafjörður: Útgáfa ferðakorta, kr. 1..000.000
Veiðifélag Víðidalstunguheiðar: Rannsóknir á vötnum á Víðidalstunguheiði, kr. 800.000
Sóley Björk Guðmundsdóttir: Lifandi landslag, kr. 1.000.000
Félag ferðaþjón. í Skagafirði: Vetrarferðir í Skagafirði, kr. 3.000.000
Skotta ehf.: Örsögur um mat og menningu, kr. 2.000.000
Eftirfarandi hlutu styrki við úthlutun 12. desember, en heildarupphæð til úthlutunar var 21.919.164 kr.
Biopol: Ástand hörpudisks (Chlamys islandica) í Húnaflóa og Skagafirði m.t.t. frumdýrasýkinga, kr. 2.400.000
Blönduósbær: Hafíssetur og Laxasetur – könnun á hagkvæmni sameiningar, kr. 1.500.000
Iceprótein: Lífvirkt Iceprótein, kr. 2.922.000
Dýrakotsnammi: Frumrannsókn á möguleikum minkakjöts til fóðurframleiðslu, kr. 3.471.505
Pure Nature Travel: Uppbygging ferðaskrifstofu í A-Hún. (þróun ferðaþjónustu), kr. 3.000.000
Félagsheimilið Hvammstanga: Betri nýting - bætt afkoma, kr. 799.059
Ferðamálafélag A-Hún: Reshape your journey-Slow travel pakkar í AusturHúnavatnssýslu, kr. 3.000.000
Ferðamálafélag V-Hún: Samstarf í ferðaþjónustu (A-Hún, V-Hún og Skag), kr. 1.426.600
Jóhannes Erlendsson: Hornsteinar í heimahaga, kr. 2.000.000
Brú yfir boðaföllin - stefnumótun Húnaþing vestra, kr. 1.400.000