60 brautskráðust frá Hólum

Útskriftarhópurinn

Föstudaginn 22. maí var brautskráning í Háskólanum á Hólum og voru brautskráðir samtals 60 nemendur, 51 úr hestafræðideild, átta úr ferðamáladeild og einn úr fiskeldis- og fiskalíffræðideild.

Áður en sjálf útskriftarathöfnin hófst var reiðsýning hestafræðideildar. Hún var glæsileg og ekki spillti veðrið fyrir.

Við brautskráninguna lék Harmonikkusveit Tónlistarskólans í Varmahlíð.
Skúli Skúlason hélt ræðu og nemendurnir Kristján Benediktsson og Þórdís Erla Gunnarsdóttir ávörpuðu samkomuna. Deildarstjórar útskrifuðu nemendur sína þau Helgi Thorarensen sem jafnframt stjórnaði athöfninni, Guðrún Helgadóttir og Víkingur Gunnarsson.

 

Fleiri fréttir