60 brautskráðust frá Hólum
Föstudaginn 22. maí var brautskráning í Háskólanum á Hólum og voru brautskráðir samtals 60 nemendur, 51 úr hestafræðideild, átta úr ferðamáladeild og einn úr fiskeldis- og fiskalíffræðideild.
Áður en sjálf útskriftarathöfnin hófst var reiðsýning hestafræðideildar. Hún var glæsileg og ekki spillti veðrið fyrir.
Við brautskráninguna lék Harmonikkusveit Tónlistarskólans í Varmahlíð.
Skúli Skúlason hélt ræðu og nemendurnir Kristján Benediktsson og Þórdís Erla Gunnarsdóttir ávörpuðu samkomuna. Deildarstjórar útskrifuðu nemendur sína þau Helgi Thorarensen sem jafnframt stjórnaði athöfninni, Guðrún Helgadóttir og Víkingur Gunnarsson.