7 frá UMSS í Úrvalshópi unglinga FRÍ
Þórunn Erlingsdóttir, verkefnastjóri ungmenna hjá FRÍ, hefur nú tilkynnt val 124 einstaklinga í "Úrvalshóp unglinga FRÍ". Þetta íþróttafólk hefur á árinu 2010 náð ákveðnum lágmörkum, sem sett voru til viðmiðunar fyrir aldursflokkana 15-22 ára. UMSS á sjö fulltrúa í úrvalshópnum.
ÍR á flesta einstaklinga í hópnum, eða 39, FH 14, Breiðablik 13, HSK 12, UMSE 8 og UMSS, UFA og Fjölnir eiga 7 í hópnum, en alls eru í hópnum einstaklingar frá 18 félögum og samböndum.
Frá UMSS eru í "Úrvalshópi unglinga FRÍ 2010":
Daníel Þórarinsson (15-16). 400m.
Guðrún Ósk Gestsdóttir (15-16). 400m, 60m/80m/100m/300m grindahlaup, langstökk, sjöþraut.
Ísak Óli Traustason (15-16). 100m grindahlaup.
Jóhann Björn Sigurbjörnsson (15-16). 100m, 200m.
Jónas Rafn Sigurjónsson (15-16). Hástökk.
Þorgerður Bettína Friðriksdóttir* (15-16). 60m.
Þóranna Ósk Sigurjónsdóttir* (15-16). 300m grindahlaup, hástökk, langstökk.
* Eru 14 ára, en náðu lágmörkum fyrir 15-16 ára flokk.
Við óskum þessu frábæra íþróttafólki innilega til hamingju !
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.