Á Facebook með Tónadansi
Eins og svo margir aðrir hefur starfsemi Tónadans raskast af völdum kórónufaraldursins og þar hefur ekki verið hefðbundin kennsla undanfarnar vikur. Til þess að vega upp á móti því hafa kennarar skólans haldið úti virkri Facebook-síðu þar sem nemendum er haldið við efnið.
Á síðunni fá flestir nemendur, utan þeir yngstu, reglulega verkefni til að vinna. Einnig birtist þar áskorun á hverjum degi þar sem gaman er að taka þátt í. Ennfremur er flesta daga sett inn á síðuna myndband dagsins eða bent á skemmtilegt efni, annaðhvort í dansheiminum eða tónlsitarheiminum - eða bara eitthvað allt annað.
Það er engin skylda að vera skráður í Tónadans til að vera með og skella sér í léttar heimaæfingar eða taka sporið heima í stofu. Síðan heitir einfaldlega Tónadans.