Á leið í land eftir strand

Björgunarsveitir voru kallaðar út ásamt þyrlu Landhelgisgæslunnar og björgunarskipum frá Skagaströnd og Siglufirði er bátur strandaði við Reykjadisk í Skagafirði fyrr í dag. Einn maður var um borð og sakaði ekki. Áður en björgunarbátar komu á svæðið náðist að losa bátinn með aðstoð annars fiskibáts og eru þeir samferða á leið til Sauðárkróks. Ekki er Feyki kunnugt um skemmdir. 

Litlu mátti muna að báturinn lenti á mun verri stað þar sem fjaran er stórgrýttari og því hættulegri. Að sögn sjónarvotta gekk vel að koma bátnum á flot á ný og mikil mildi að veðrið var eins gott og raun var á þar sem gott var í sjóinn. Litlu mátti muna að báturinn lenti á mun verri stað þar sem fjaran er stórgrýttari og því hættulegri.

Þetta atvik vekur enn upp vonir sjófarenda og björgunarliða í Skagafirði að nothæfur björgunarbátur verði staðsettur í Skagafirði en einungis eru gúmmítuðrur í umsjá björgunarsveita í Skagafirði og langt í björgunarskip sem staðsett eru á Skagaströnd og á Siglufirði.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir