A SKY FULL OF STARS / Coldplay

Allir þeir sem á annað hafa fylgst með tónlist frá því um síðustu aldamót ættu að þekkja til bresku kappanna í Coldplay. Nú í sumar gáfu þeir út nýtt efni en þá kom platan Ghost Stories í allar betri verslanir. Þar mátti finna lag vikunnar, A Sky Full Of Stars.

Chris Martin og félagar hafa látið hendur standa fram úr ermum við gerð myndbandsins sem er ansi skemmtilegt og þátttakendur við gerð þess skiptu hundruðum.

Tónlistin á nýju plötunni er heldur lágstemmdari en á síðustu plötum og kannski ekki jafn vænleg til að gera stóra hluti á vinsældalistum.

http://www.youtube.com/watch?v=VPRjCeoBqrI

Fleiri fréttir