Áætlaður rekstrarkostnaður landbúnaðarnefndar um 10 miljónir

Alls veiddust 328 refir og 242 minkar í Skagafiði árið 2010 samkvæmt samantekt landbúnðarnefndar Svf. Skagafjarðar og nam greiðsla til veiðimanna tæpum 6 milljónum. Ekki er gert ráð fyrir framlögum til refaveiða frá hinu opinbera í fjárlögum 2011.

Landbúnaðarnefnd harmar þau áform ríkisstjórnarinnar og mótmælir þeim þó endanleg afstaða ríkisins liggur ekki fyrir í þessu máli og skorar landbúnaðarnefnd á fjárveitingarvaldið að endurskoða þá afstöðu.

Á fundi landbúnaðarnefndar sem haldinn var í gær var lögðfram fjárhagsáætlun nefndarinnar vegna 2011 og var hún samþykkt. Niðurstöðutölur eru gjöld kr. 10.392.000.- og tekjur kr. 380.000.

Guðrún Helgadóttir óskaði að bókað yrði eftirfarandi "Samfylkingin vill að í fjárhagsáætlun verði grunnþjónusta varin þrátt fyrir minni tekjur og aukinn kostnað. Sveitarfélagið gegnir afar mikilvægu hlutverki í nærþjónustu á sviði fræðslu- og velferðarmála, sem þarf að njóta forgangs ásamt öðrum lögbundnum verkefnum. Meirihlutinn hefur ekki sýnt pólitíska forustu með stefnumótun og forgangsröðun. Þess vegna er gerð fjárhagsáætlunar ómarkviss."

Í upphafi fundar var samþykkt að Einar E. Einarsson taki við formennsku í landbúnaðarnefnd í ársleyfi Inga Björns Árnasonar, frá 1. desember 2010 til 1. desember 2011.

Fleiri fréttir