Acai allra meina bót

Síðasta púsl í heimsmynd Kormáks Hvatar þetta sumarið hefur verið fundið og fellur sérlega vel að restinni. Skrifað hefur verið undir samninga við varnarmanninn Acai Elvira um að binda saman vörnina í sumar og kemur hann til móts við félaga sína nú innan skamms.

Acai er reynslumikill hafsent sem er sterkur í loftinu og með glöggt auga fyrir jafnt löngum sendinum sem styttri. Hann er leikreyndur mjög, með reynslu frá heimalandi sínu Spáni, ásamt því að hafa spilað með liðum eins og Valdres FK í Noregi og SC Weiz í Austurríki. Ekki amalegt það.

Kormáks Hvatar-menn eru nú í lokaundirbúningi sínum fyrir sumarið, þar sem mikill stígandi hefur verið í hópnum. Fyrsti leikur á Íslandsmóti mjakast nær, en venju samkvæmt hefjum við norðanmenn mótið á útivöllum á meðan mesti frerinn fer úr okkar völlum.
/Fréttatilkynning

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir