Aðalfundur kjördæmisráðs Samfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi
Aðalfundur kjördæmisráðs Samfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi verður haldinn í Hótel Bjarkalundi sunnudaginn 2. maí og hefst kl 11.
Fram til kl. 13 verða hefðbundin aðalfundarstörf og meðal annars kosnir tveir fulltrúar í umbótanefnd Samfylkingarinnar ásamt öðrum trúnaðarstörfum flokksins í kjördæminu. Frá kl. 13 verður fundur um sveitarstjórnakosningar og meðal gesta verða Kristján Möller, Samgöngu- og sveitarstjórnarmálaráðherra, Gunnar Svavarsson formaður sveitastjórnaráðs Samfylkingarinnar og Sigrún Jónsdóttir framkvæmdastýra flokksins. Einnig verða erindi frá sveitastjórnarfólki Samfylkingarinnar í kjördæminu. Fundurinn er opinn öllu Samfylkingarfólki úr kjördæminu.
Nánari upplýsingar veitir Eggert Herbertsson formaður Kjördæmisráðs í síma 617-8303, eggert@omnis.is
Stjórn kjördæmisráðs Samfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi