Aðalfundur Tindastóls haldinn í næstu viku

Aðalstjórn Ungmennafélagsins Tindastóls boðar til aðalfundar fimmtudaginn 26. mars kl. 20:00 í fundarsal á efri hæð í Húsi frítímans. Aðspurður segir Jón Kolbeinn Jónsson, formaður Tindastóls, að farið verði eftir tilmælum og reglum Landlæknisembættisins vegna kórónuveirunnar með fámennari samkomur og hugsanlega verði fundurinn sendur út á Skype.

Dagskrá aðalfundar mun verða eftirfarandi:

1. Formaður setur fundinn.
2. Kosning fundarstjóra og fundarritara.
3. Skýrsla stjórnar.
4. Reikningar félagsins lagðir fram til samþykktar.
5. Lagabreytingar.
6. Ákvörðun árgjalda.
7. Kosning formanns, fjögurra manna í stjórn, þriggja varamanna í stjórn og tveggja skoðunarmanna.
8. Önnur mál.

Vakin er athygli á því að tillögur til lagabreytinga verða bornar upp til kosninga af hálfu aðalstjórnar UMFT. Aðalstjórn hvetur félagsmenn til þess að koma með tillögur að lagabreytingum og þurfa þær að berast á netfangið tindastoll@tindastoll.is fyrir þriðjudaginn 24. mars nk.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir