Aðeins 5000 króna æfingagjald fyrir áramót
Körfuboltaæfingar hjá iðkendum í 1. - 4. bekk hefjast í næstu viku. Í tilefni af minniboltamóti sem körfuknattleiksdeildin heldur 13. nóvember, munu æfingagjöld minni- og míkróboltans fyrir áramót, aðeins verða kr. 5000.
Minniboltaæfingar hjá eldri krökkum, eða 5. - 6. bekk eru þegar hafnar en yngri krakkarnir hefja leik í næstu viku frá og með mánudeginum 4. október.
Æfingatöflu körfuknattleiksdeildar má sjá undir tenglinum "Yngri flokkar" en einnig má smella HÉR.
1. - 2. bekkur æfa saman í svokölluðum Míkróbolta og verða æfingar hjá þeim í barnaskólasalnum sem hér segir:
Þriðjudagar kl. 14.40 - 15.20 stelpur og kl. 15.20 - 16.00 strákar
Föstudagar kl. 13.00 - 13.40 stelpur og kl. 13.40 - 14.20 strákar
Þjálfari er Halldór Halldórsson, sími 846 7170
3. - 4. bekkur stúlkna verður á æfingum sem hér segir:
Mánudagar kl. 15.50 – 17.20 í barnaskólanum
Miðvikudagar kl. 15.50 – 16.40 í barnaskólanum
Körfuboltaskóli á sunnudögum kl. 10.10 – 11.40.
Þjálfari er Elísabet Jóna Gunnarsdóttir, sími 864 1116
3. - 4. bekkur drengja verður á æfingum sem hér segir:
Þriðjudagar kl. 16.10 – 17.20 í barnaskólanum
Fimmtudagar kl. 16.40 – 17.20 í barnaskólanum
Körfuboltaskóli á sunnudögum kl. 10.10 – 11.40.
Þjálfari er Pálmi Geir Jónsson, sími 868 1712
Æfingagjöldin fyrir áramót verða aðeins kr. 5.000 í tilefni af fyrsta minniboltamótinu sem körfuknattleiksdeildin heldur. Skráning á æfingar verður í gegn um skráningarkerfi sveitarfélagsins í Vetrar-Tím og verður nánar auglýst síðar
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.