Aðeins eitt tilboð í dýpkun

Aðeins eitt tilboð barst í dýpkun Sauðárkrókshafnar en tilboð í verkið voru opnuð 22. júlí sl. Skagafjarðarhafnir óskuðu eftir tilboðun í verkið sem felur í sér viðhaldsdýpkun upp á 22.100 rúmmetra, eins og fram kemur í framkvæmdafréttum Vegagerðarinnar.

Það var fyrirtækið Björgun ehf. í Reykjavík sem bauð í verkið og hljóðaði tilboðið upp á 36.420.500 krónur sem er 145% af áætluðum verktakakostnaði, en hann hljóðaði upp á 25.096.000 krónur.

Fleiri fréttir