Aðgerðaráætlun VG
feykir.is
Uncategorized
04.12.2008
kl. 14.07
Vinstri græn boða til auka flokksráðsfundar á sunnudaginn næsta til að ræða aðgerðaráætlun flokksins í efnahagsmálum. Að vanda verður fundurinn opinn. Dagskráin er svohljóðandi:
Dagskrá flokksráðsfundar á Grand hóteli í Reykjavík
Sunnudaginn 7. desember 2008
14.00 Katrín Jakobsdóttir formaður flokksráðs setur fundinn og kynnir það efni sem fyrir liggur
14.15 Steingrímur J. Sigfússon fer yfir aðgerðaáætlun VG um efnahagsmál
14.45 Almennar umræður
16.00 Kaffihlé
16.15 Almennar umræður halda áfram
18.00 Afgreiðsla mála