Aðkomuæfingar slökkviliðs Hvammstanga

Á vef Húnaþings vestra kemur fram að íbúar Hvammstanga munu einhverjir verða varir við æfingar slökkviliðs frá kl 17:00 – 21:00 í dag við Meleyri, félagsheimilið og Sláturhúsið.

Valur Freyr Halldórsson, slökkviliðsstjóri Brunavarna Húnaþings vestra biður fólk að sýna aðgát við Höfðabraut, Brekkugötu, Húnabraut, Klappastíg, Vatnsnesveg Hvammaveg og Norðurbraut þar sem slöngulagnir gætu legið yfir vegi. 

Fleiri fréttir