Aðventukvöld í Höfðaborg

Aðventuhátíð Hofsóskirkju verður haldin í Höfðaborg sunnudaginn 7. desember klukkan 14. Á eftir verður síðan boðað til aðventukaffis í boði Hofsóssóknar.

6 - 9 ára börn sýna helgileik, Anna Jónsdóttir mun leiða saman hóp ungs hæfileikaríks söng- og tónlistafólks og kirkjukórinn flytur aðventusálma og leiðir almennan söng. Séra Hjörtur Pálsson mun leiða stundina og flytja hugvekju.

Fleiri fréttir