Æfingarhelgi hjá Slökkviliði Skagafjaraðar
Slökkvilið Skagafjarðar stóð í ströngu um helgina en liðið var við æfingar bróðurpart helgar. Æfingarnar enduðu síðan með reykköfun í húsnæði Leikborgar við Aðalgötu á Sauðárkrók.
Framkallaður var mikill reykur í húsinu og menn síðan sendir inn í hollum að æfa reykköfun.
Rífa á húsnæði Leikborgar en sveitarfélagið hefur sóst eftir að kaupa húsið til niðurrifs.