Ær með lömbum föst í Kolugljúfri
feykir.is
Vestur-Húnavatnssýsla
17.10.2014
kl. 11.34
Á sunnudaginn fyrir rúmri viku fór björgunarsveitin Húnar í Kolugljúfur til að reyna að ná á með þrjú lömb sem var búin að hafast við þar um þó nokkurn tíma. Vel gekk að ná ánni á endanum og koma henni og lömbunum úr gljúfrinu.
Síga þurfti niður í gljúfrið þar sem ærin var króuð af í hellisskúta með lömbunum og koma böndum á þau. Síðan voru þau dregin eitt af öðru upp úr gljúfrinu.