Ætla ekki í útrás að sinni

Prentsmiðja í Skagafirði fékk nýverið fyrirspurn frá Maggi súpuframleiðandanum um prentun á stöfum í stafasúpu fyrirtækisins.

Helgi Þorláksson prentari segir að verkefnið hefði kallað á nokkrar breytingar á vélakosti fyrirtækisins en það hafi í raun ekki verið vandamál. -Þrátt fyrir að um spennandi verkefni hafi verið að ræða fannst okkur rétt að sleppa því að sinni. Þó tekið væri fram að sleppa mætti breiðum sérhljóðum vegna þess að kommurnar eiga það til að aðskiljast frá stöfunum þegar stafirnir eru settir í pakkana, þá fannst okkur það ekki boðlegt og ekki í okkar gæða anda.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir