Af séra Sandholt á Steini

Við sögðu frá harmleiknum um hanann á Steini sl. föstudag en starfsfólk ráðhús Sauðárkróks brást skjótt við og stofnaði hlutafélag um hanarækt. Er eitt af megin markmiðum félagsins að ætíð verði til hani á Steini. Nýr hani hefur nú komið sér fyrir í hænsnakofanum á Steini og hefur hann hlotið nafnbótina séra Sandholt. Fundargerð stofnfundarins er birt í heilu lagi hér fyrir neðan.

 

Stofnfundur haldinn þann 21. nóvember 2008.

Þann 21. nóvember sl. voru saman komnir stofnfélagar félagsskapar um hanarækt.
Dagskrá fundar:
1. Sett lög fyrir félagið
2. Kosið í stjórn
3. Hananum gefið nafn
4. Félaginu gefið nafn.

Forsprakki fundarins, Gunnar Sandholt lagði til að eftirfarandi lög yrðu samþykkt:
1. Félagið stuðli að því að ávallt sé til góður hani á Steini.
2. Allir hluthafar séu vinir
3. Alltaf skuli vera sælgæti í boði á fundum, ásamt afurðum unnum úr eggjum frá Steini

Lögin borin upp til kosninga og samþykkt samhljóða.

Forsprakkinn yfirgaf fundinn (tímabundið).

Margeir Friðriksson tók við fundarstjórn.
Hann óskaði eftir tilnefningum í stjórn félagsins:
Eftirfarandi tilnefningar komu fram á fundinum:
Gunnar Sandholt formaður
Sindri Már meðstjórnandi
Steinunn Rósa ritari
Ásgeir Þröstur framkvæmdastjóri.
Engir fleiri tilnefndir og þessi stjórn samþykkt samhljóða.

Núverandi hani á Steini skírður: Séra Sandholt.

Margeir óskaði eftir tilnefningum um nafn á félagið.  Nokkrar vangaveltur og umræður voru um þennan lið.  Niðurstaðan var eftirfarandi:  Hanavinafélagið Steinn ses.  Samþykkt samhljóða.

Forsprakkinn mætti aftur á fundinn.  Afhenti framkvæmdastjóra félagsins stofnhlutaféð, krónur 5.500 krónur.  300 krónur frá hverjum af þeim 15 hluthöfum sem stofna félagið, ásamt krónum 1000 sem fundust munaðarlausar á skrifstofu Fræðslustjóra Skagafjarðar.  Einnig barst loforð um 4500 krónur sem fóðrunarframlag inn í félagið svo Séra Sandholt verði ekki afétinn.  Ritara falið að stofna reikning í nafni Hanavinafélagsins Steins.
Ásgeir Þröstur afhenti þakkarskjal með mynd af sér og Séra Sandholt.

Í lok fundar kom gestur á fundinn, Hilmir Jóhannesson.  Án fyrirhafnar rann af vörum hans eftirfarandi vísa:
Ef til vill kemst allt í lag.
Eins og jafnan gengur.
Hérna fæst við hanaslag
huggulegur drengur.

Ákveðið að með hækkandi sól verði hluthöfum boðið að hitta hanann sinn augliti til auglitis á heimili hans.

Formaður sér um að kalla saman næsta hluthafafund ef þurfa þykir.
Fundargerð ritaði:  Steinunn Rósa Guðmundsdóttir ritari.
 
Hanavinafélagið  Steinn ses

Stofnfjárgefendur:
1. Gunnar M. Sandholt
2. Aðalbjörg Hallmundsdóttir
3. Þórunn Elfa Guðnadóttir
4. Þórunn Elva Sveinsdóttir
5. Efemía Björnsdóttir
6. Engilráð Margrét Sigurðardóttir
7. Helga Bergsdóttir
8. Sigrún Alda Sighvats
9. Herdís Sæmundardóttir
10. Dóra Heiða  Halldórsdóttir
11. Guðrún Kristmundsdóttir
12. Guðmundur sveitarstjóri Guðlaugsson
13. Margeir Friðriksson
14. Sveinsína G. steindórsdóttir – Sísí
15. Þorsteinn Tómas Broddason
16. Steinunn Rósa Guðmundsdóttir
17. Sindri Már Gústavsson (óefnisleg verðmæti)
18. Ásgeir Þröstur Gústavsson (óefnisleg verðmæti)
Framkvæmdastjóri – general manager:
 Ásgeir Þröstur Gústavsson, Steini

Fleiri fréttir