Afhending umhverfisviðurkenninga í Skagafirði
Afhending umhverfisviðurkenninga Sveitarfélagsins Skagafjarðar í samstarfi við Soroptimistaklúbb Skagafjarðar fer fram í dag, fimmtudaginn 13. september í Húsi Frítímans kl. 17:00.
Allir velkomnir.
/Fréttatilkynning
Fleiri fréttir
-
Sögu- og pizzukvöld á Sólgörðum í Fljótum
Sögu- og pizzukvöld verður haldið á Sólgörðum í Fljótum annað kvöld, föstudaginn 22. febrúar. Þetta er þriðja sögukvöldið sem haldið er á Sólgörðum í vetur. Að þessu sinni ætlar Jóhanna Sveinbjörg Traustadóttir, kennari og frásögukona á Hofsósi, að segja magnaðar draugasögur úr Fljótum en eitthvað mun vera um magnaða drauga á þeim slóðum, s.s. Þorgeirsbola og Barðsgátt. Sagnastundin hefst kl. 19:30.Meira -
Varað við holum í vegum
feykir.is Skagafjörður, Austur-Húnavatnssýsla, Vestur-Húnavatnssýsla 21.02.2019 kl. 14.00 frida@feykir.isVegagerðin vekur athygli á því að nú er sá tími ársins samhliða tíðarfari sem eykur hættuna á holumyndunum á þjóðvegum. Í frétt á vef Vegagerðarinnar segir að þegar þíða komi í kjölfar frosts og kulda eða þegar miklir umhleypingar séu aukist hættan á því að holur myndist í bundnu slitlagi, malbiki og klæðingu. Því eru vegfarendur beðnir að sýna sérstaka árvekni og aka ætíð eftir aðstæðum.Meira -
Kynningarfundur vegna móttöku flóttamanna
Mánudaginn 25. febrúar er boðað til kynningarfundar á Blönduósi vegna fyrirhugaðrar móttöku flóttamanna. Fundurinn verður haldinn í Félagsheimilinu á Blönduósi og hefst hann klukkan 20:00.Meira -
Öruggur sigur Stólanna í æfingaleik gegn Sköllum
Tindastóll og Skallagrímur mættust í laufléttum æfingaleik í Síkinu í gærkvöldi. Bæði lið voru í þörf fyrir að stilla strengina fyrir lokaumferðirnar í Dominos-deildinni en lið Tindastóls hefur, eins og minnst hefur verið á, ekki verið að fara á kostum að undanförnu. Borgnesinar eru aftur á móti í bullandi fallbaráttu. Leikurinn var ágæt skemmtun en lið Tindastóls vann ansi öruggan sigur, 73-64, þar sem Dino Butorac glansaði.Meira -
Hvað er ÚTÓN? Hvað er STEF?
feykir.is Skagafjörður, Austur-Húnavatnssýsla, Vestur-Húnavatnssýsla 21.02.2019 kl. 08.03 palli@feykir.isFöstudaginn 1. mars munu STEF og ÚTÓN halda sameiginlegan fund með norðlensku tónlistarfólki á Akureyri í menningarhúsinu Hofi. Fjallað verður um starfsemi þessara fyrirtækja, hverskonar verkefni eru í gangi yfir árið og hvaða tækifæri eru til staðar fyrir tónlistarfólk.Meira
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.