Áfram kalt í dag, víða þæfingsfærð
feykir.is
Skagafjörður, Austur-Húnavatnssýsla, Vestur-Húnavatnssýsla
22.12.2010
kl. 08.16
Spáin gerir ráð fyrir vestan eða suðvestan 10-18 og snjókoma, en austlæg átt 5-10 og léttir smám saman til eftir hádegi. Frost 3 til 12 stig, kaldast í innsveitum.
Á morgun mun hann síðan snúast í austan áttir. Áfram verður kalt.
Hvað færð á vegum varðar þá er Þverárfjallið ófært, þæfingur er í Vatnsdal og stórhríð í Langadal. Þæfingur er á Siglufjarðarvegi svo og leiðinni milli Sauðárkróks og Varmahlíðar.