Áfram sól og blíða um allt land

Kort Veðurstofu Íslands af veðrinu á Ströndum og Norðurlandi vestra klukkan 15 í dag.
Kort Veðurstofu Íslands af veðrinu á Ströndum og Norðurlandi vestra klukkan 15 í dag.

Þetta veður á skilið aðra veðurfrétt. Áframhald er á þessari bongóblíðu og léttskýjað og hlýtt á öllu landinu í dag en spáin segir að sums staðar gæti læðst inn þoka við ströndina.  Hit­inn verður á bil­inu 12 til 23 stig og verður hlýj­ast eins og síðustu dag á Norður- og Aust­ur­landi.

Á vef mbl.is segir að í  hug­leiðing­um veður­fræðings á Veður­stofu Íslands sé hæð við Fær­eyj­ar sem stjórni veðinu um þess­ar mund­ir. Þar sem hæðin er nær okk­ur held­ur en lægðirn­ar er þetta hlýja loft jafn­framt nokkuð þurrt í grunn­inn, en tek­ur þó í sig raka frá sjón­um á leið sinni til okk­ar. Því get­ur þoku­loft látið á sér kræla við strönd­ina. 

Það er of snemmt að segja að vonandi sé þetta það sem koma skal, við búum á Íslandi og hér er eins gott að taka einn dag í einu þegar kemur að veðrinu og þakka fyrir hvern góðan dag og nýta hann í botn. 

Fleiri fréttir