Áfram stórhríð og ekkert ferðaveður
Norðurlandi vestra er stórhríð og ekkert ferðaveður, lokað er á Þverárfjalli og Vatnsskarði. Þæfingur er á Öxnadalsheiði. Samkvæmt vef Vegagerðarinnar koma lægðardrög hvert af öðru úr norðri, áfram verður stórhríðarveður á Norðurlandi í dag, með 18-23 m/s fram á kvöld.
Heldur hægara og úrkomuminna verður í kvöld, samkvæmt vef Veðurstofu Íslands. Hægviðri og bjart á morgun. Frost 2 til 12 stig.
Veðurhorfur á landinu næstu daga:
Á föstudag:
Fremur hæg norðlæg eða breytileg átt, en norðvestan 10-15 m/s austast. Víða dálítil él, en vestan 8-13 og snjómugga V-til um kvöldið. Frost 5 til 15 stig, kaldast inn til landsins.
Á laugardag:
Suðvestan 10-18 m/s, hvassast syðst. Snjókoma eða él, en úrkomulítið A-lands. Dregur úr frosti í bili.
Á sunnudag:
Gengur í norðan 18-23 m/s með snjókomu, en úrkomulítið S-lands. Dregur úr vindi og léttir til V-lands um kvöldið. Frost 2 til 12 stig, mest í innsveitum.
Á mánudag:
Breytileg átt, sums staðar dálítil él og harðnandi frost.
Á þriðjudag:
Útlit fyrir vaxandi norðaustan- og austanátt með snjókomu eða éljum. Áfram kalt í veðri.
Á miðvikudag:
Búast má við vestanátt með éljum og talsverðu frosti.