Afturelding - Hvöt 2-2
feykir.is
Austur-Húnavatnssýsla, Íþróttir
13.09.2010
kl. 14.13
Næstsíðasti leikur sumarsins hjá meistaraflokki karla hjá Hvöt fór fram s.l. laugardag á Varmárvelli í Mosfellsbæ gegn Aftureldingu. Þótti leikurinn nokkuð fjörlegur samkvæmt heimasíðu gestgjafanna en alls litu fjögur mörk dagsins ljós áður en yfir lauk.Hvöt náði forystunni tvívegins í leiknum en heimamenn jöfnuðu metin jafnharðan og úrslitin því 2-2 jafntefli.
Hvatarmenn eiga enn möguleika á því að hafa sætaskipti við Hött á Egilsstöðum sem sitja nú í 4. sæti deildarinnar en þeir töpuðu sínum leik um helgina og munar því aðeins einu stigi hjá liðunum. En til þess að það verði að veruleika þurfa Hvatarmenn að vinna sinn leik og vona að Höttur geri ekki betur en jafntefli.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.