Ágæti stuðningsmaður !

Knattspyrnudeild Tindastóls sendir í dag kveðju til stuðningsmanna sinni. Við birtum hana hér í heild; -Takk fyrir frábæra mætinu í síðasta leik en nú ætlum við að bæta um betur. Síðasti heimaleikur Tindastóls er framundan og það er klárlega mikilvægasti leikur ársins. 

 Tindastóll  tekur þátt í úrslitakeppni 3.deildar og sigraði Magna í fyrstu umferð.  Í seinni umferð er móteherjinn Árborg og leikið er heima og heiman eins og fyrr.  Fyrri leikur  liðanna  fór fram sl. laugardag á Selfossi og þar sigraði Tindastóll 0-3.

 Seinni leikurinn er hinsvegar miðvikudaginn 8.sep. á Sauðárkróksvelli og hefst kl. 17:15  Ef úrslitin eru hagstæð í þeim leik vinnur Tindastóll sér sæti í 2.deild að ári.

 Stuðningur þinn er okkur afar mikilvægur.  Að fá fólk á völlinn sem styður okkur er sem einn auka leikmaður og getur svo sannarlega gert gæfumuninn.

 Því biðlum við til ykkkar, mætið á völlinn og látið í ykkur heyra.

Við minnum á að það verður frítt á völlinn og leikurinn hefst kl. 17:15

Mætum öll á völlinn og hvetjum Tindastól til sigurs.

 Stjórn knattspyrnudeildar og leikmenn M.fl. Tindastóls.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir