Ágúst Andrésson kjörræðismaður Rússlands
feykir.is
Skagafjörður
29.11.2014
kl. 11.48
Ólafur Ágúst Andrésson hefur fengið viðurkenningu utanríkisráðuneytisins til þess að vera kjörræðismaður Rússlands með ræðismannstign á Íslandi. Þetta kemur fram í fundargerð byggðaráðs Svf. Skagafjarðar frá sl. fimmtudegi.
Bréf frá utanríkisráðuneytinu, dagsett 19. nóvember 2014, var lagt fram til kynningar á fundinum þar sem tilkynnt var um viðurkenningu utanríkisráðuneytisins á þessari embættisskipan.
Ólafur Ágúst Andrésson er framkvæmdastjóri Kjötafurðastöðvar KS og býr á Sauðárkróki.