Áhugasamir um koltrefjaverksmiðju í Skagafirði

Við undirritun viljayfirlýsingar um uppbyggingu koltrefjaframleiðslu í Skagafirði 27. maí sl. F.v. Gísli Sigurðsson, Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, Stefán Vagn Stefánsson,og Sigfús Ingi Sigfússon. Aðsend mynd.
Við undirritun viljayfirlýsingar um uppbyggingu koltrefjaframleiðslu í Skagafirði 27. maí sl. F.v. Gísli Sigurðsson, Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, Stefán Vagn Stefánsson,og Sigfús Ingi Sigfússon. Aðsend mynd.

„Við verðum mjög vör við ákveðinn áhuga erlendra fjárfesta,“ segir Sigfús Ingi Sigfússon sveitarstjóri Sveitarfélagsins Skagafjarðar um byggingu koltrefjaverksmiðju í Skagafirði í viðtali við Karl Eskil Pálsson á sjónvarpsstöðinni N4. Verði slík verksmiðja að veruleika er líklegt að nokkrir tugir nýrra starfa skapist í Skagafirði.

Sigfús Ingi verður gestur Karls Eskils í þættinum Landsbyggðum á N4 nk. fimmtudagskvöld, þar sem meðal annars er rætt um koltrefjaverksmiðju í Skagafirði. Sigfús Ingi segir í viðtalinu að horfurnar séu ágætar og að sveitarstjórn hafi undirbúið jarðveginn nokkuð vel, svo sem varðandi staðsetningu verksmiðjunnar og fleira. „Það var mikilvægt að hafa þessa viljayfirlýsingu frá stjórnvöldum,“ segir Sigfús Ingi viðtalinu sem sýnt verður á N4 nk. fimmtudagskvöld, klukkan 20:30.

Tengd frétt: Sterkt að hafa viljayfirlýsingu við stjórnvöld - Koltrefjaverksmiðja í Skagafirði.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir