Ákvörðun um staðsetningu liggur fyrir í mánuðinum
feykir.is
Skagafjörður, Austur-Húnavatnssýsla
07.11.2008
kl. 08.40
Sameina á heilbrigðisstofnanirnar á Blönduósi og Sauðárkróki um áramót undir nafninu heilbrigðisstofnunin Blönduós – Sauðárkrókur. Þann 13. ágúst sl. fengu forstöðumenn stofnunarinnar á Blönduósi og á Sauðárkróki bréf þar sem þeim var tilkynnt að staða þeirra yrði lögð niður um áramót. Síðan hefur ekkert heyrst frá ráðuneytinu.
Frá ráðuneytinu fást þær upplýsingar staðan verður auglýst fljótlega eða fyrir mánaðarmót og á þá að liggja fyrir um leið hvar höfuðstöðvar hinnar nýju stofnunnar verða. Almennir starfsmenn þurfa ekki að hafa áhyggjur af sínum stöðum og stjórnskipulag hinnar nýju stofnunnar kemur til með að fara eftir heilbrigðisþjónustulögum.