Alexandersflugvöllur kjörinn varaflugvöllur millilandaflugs

Það hefur lengi verið í umræðunni að gera Alexandersflugvöll að varaflugvelli fyrir Keflavíkur-, Reykjavíkur-, Akureyrar- og Egilsstaðaflugvelli og hefur tillaga til þingsályktunar verið lögð oftar en einu sinni fyrir á Alþingi. María Björk Ingvadóttir sjónvarpskona á N4 fékk Ástu Pálmadóttur, sveitarstjóra úr Skagafirði og Sigfús Inga Sigfússon til sín í settið til að ræða þann möguleika að gera völlinn að besta varaflugvelli landsins.

þingsályktunartillaga sem nú liggur fyrir á Alþingi er svipuð þeirri er lögð var fram á 144. löggjafarþingi (527. mál) og á 147. löggjafarþingi (23. mál) en náði ekki fram að ganga og er þessi tillaga þess vegna fram komin.

Í tillögunni segir að Alþingi álykti að fela samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra að láta gera ítarlega athugun á kostum þess að gera Alexandersflugvöll á Sauðárkróki að varaflugvelli fyrir Keflavíkurflugvöll, Reykjavíkurflugvöll, Akureyrarflugvöll og Egilsstaðaflugvöll. Ráðherra kynni Alþingi niðurstöður könnunarinnar eigi síðar en í september 2018.

Tengd frétt: Alexandersflugvöllur fullnægir öryggishlutverki fyrir íbúa, að mati samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra

Hér fyrir neðan má horfa á Föstudagsþátt N4 þar sem Ásta og Sigfús ræða við Maríu Björk.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir