Elvar Logi og Alli 5 ára !
Elvar Logi og Alli 5 ára, er heiti viðburðar sem blaðamaður rakst á á Facebook og gæti allt eins verið boð í afmæli hjá litlum fimm ára snáðum en svo er ekki. Þetta eru þeir Alli sóknarnefndarformaður Blönduóskirkju og Elvar Logi tónlistarkennari og hestamaður með meiru sem ætla að halda saman tónleika í Blöndóskirkju klukkan 17:00 á morgun, miðvikudag 21. maí, tónleikana halda þeir með Eyþóri organista kirkjunnar.
Tilefni tónleikanna er að safna í framkvæmdasjóð fyrir bættri salernisaðstöðu fatlaðra í kirkjunni en áætlað er að hefja framkvæmdir á því síðar á þessu ári eða því næsta. Aðgangur er ókeypis en tekið verður við frjálsum framlögum sem renna óskipt í sjóðinn.
„Söngdagskráin verður fjölbreytt, ykkur og okkur til skemmtunar.“
Þau sem ekki komast geta horft á tónleikana í beinu streymi á YouTube-síðu Blönduóskirkju. Hér er beinn tengill: https://youtube.com/live/S45kR2s2HPo
Þeir sem vilja leggja þessu frábæra málefni lið geta lagt inn á reikning: 0307-26-4701. Kt: 470169-1689.