Allir vegir færir á Norðurlandi vestra
Allir vegir á Norðurlandi vestra voru færir nú í morgun en víða er snjóþekja á vegum og éljagangur eða skafrenningur. Hálka er á Holtavörðuheiði, Sauðárkróksbraut og á Öxnadalsheiði en annars hálkublettir eða snjóþekja á vegum. Spáð er norðanátt og lítils háttar snjókomu á svæðinu í dag.
Ef marka má veðurspár verður meiri snjókoma inn til landsins en við sjávarsíðuna. Reikna má með vindi í kringum 10 m/sek. Það er reiknað með að það bæti í hríðina í nótt og væntanlega af og til á morgun og því vissara að vera við öllu búinn. Það hlýnar svo þegar helgin nálgast og þá má gera ráð fyrir rigningu.
Upp úr helgi gera spár ráð fyrir því að hiti verði ofan frostmarks meira og minna.
