Alls bárust 180 athugasemdir við aðalskipulag Blönduósbæjar
feykir.is
Austur-Húnavatnssýsla
24.09.2010
kl. 13.12
Bæjarstjórn Blönduósbæjar hefur samþykkt tillögu að aðalskipulagi Blönduósbæjar 2010- 2030. Samtals bárust 180 athugasemdir sem flestar mótmæltu að Húnavallaleið var ekki sýnd á aðalskipulaginu. Bæjarstjórn taldi ekki forsendur til að gera breytingar á fyrirliggjandi aðalskipulagi.
Skipulagsuppdrættir, greinargerð og umhverfisskýrsla voru til sýnis á skrifstofu Blönduósbæjar, frá 28. maí til 25. júní 2010 og hjá Skipulagsstofnun, Laugavegi 166, Reykjavík og á heimasíðu sveitarfélagsins, www.blonduos.is þar sem jafnframt var skýrsla vegna fornleifaskráningar.
Tillagan hefur verið send Skipulagsstofnun sem gerir tillögu til umhverfisráðherra um lokaafgreiðslu tillögunnar.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.