Alþjóðlegur bænadagur kvenna

Bænastund í tilefni af alþjóðlegum bænadegi kvenna verður haldinn í kirkjunni á Melstað í Húnaþingi föstudaginn 5. mars kl. 20.30.

 Að þesu sinni kemur efnið frá Kamerún í Afríku og yfirskriftin er: Allt, sem andardrátt hefur, lofi Drottin! Í bænastundinni verður safnað fyrir Hitt íslenska biblíufélag en allir þátttakendur fá litla gjöf að launum. 

Eftir bænastund er ætlunin að fara í safnaðarheimilið og skapa þar notalega stund þar sem skoðaðar verða myndir og hlustað á tónlist frá Kamerún, drukkið te og kaffi. 

Undirbúningskvöld er miðvikudaginn 3. mars kl. 20.30 á Melstað en  verið er að leita eftir konum sem eru til í að lesa stuttan texta eða koma með veitingar.

Fleiri fréttir