Alþýðufylkingin með fund á Sauðárkróki

Formaður og varaformaður Alþýðufylkingarinnar hafa boðað komu sína á fund með Skagfirðingum í Ólafshúsi á Sauðárkróki, föstudaginn 17. nóvember kl. 20. Þar munu þeir eiga samtal við fundarmenn um stjórnmálaástandið og sjónarmið Alþýðufylkingarinnar í ýmsum málum. Einnig verður bókin „Tíu dagar sem skóku heiminn,“ kynnt fyrir Sagfirðingum en hún fjallar um byltingardagana í Rússlandi fyrir 100 árum.

Þorvaldur Þorvaldsson, formaður Alþýðufylkingarinnar

 Alþýðufylkingin hefur þrívegis boðið fram til Alþingis en ekki enn náð að standa að framboði í Norðvesturkjördæmi. Ætlun flokksins er að bæta úr þessu fyrir næstu kosningar og vonast er til að Skagfirðingar sýni áhuga á að það nái fram að ganga. Þessi annmarki er efalaust ein ástæðan fyrir því að flokkurinn hefur ekki fengið atkvæði í samræmi við jákvæð viðbrögð og vaxandi undirtektir við málflutning hans. En baráttan heldur áfram og stefnir í að ná til alls landsins.

 Þorvaldur Þorvaldsson, formaður flokksins ætlar einnig að nota tækifærið til að kynna bókina „Tíu dagar sem skóku heiminn,“ sem er nýkomin út í þýðingu hans.

Bókin er eftir bandaríska blaðamanninn, John Reed og fjallar um byltingardagana í Rússlandi fyrir 100 árum. Bókin er spennandi og lifandi frásögn höfundar af eigin upplifun í atburðum og framvindu byltingarinnar.

Þorvaldur kynnir bókin og áritar í Skagfirðingabúð milli kl. 17 og 18 föstudaginn 17. nóvember.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir