Alvarlegt umferðarslys í Hrútafirði

Úr Hrútafirði. Mynd: KSE
Úr Hrútafirði. Mynd: KSE

Ökumaður slasaðist alvarlega í bílveltu sem var um fjórum kílómetrum norðan við Staðarskála í Hrútafirði um tíuleitið í gærkvöldi. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Norðurlandi vestra var ökumaðurinn einn í bílnum en verið er að rannsaka orsakir slyssins.

Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð út og sótti hún manninn og lenti með hann við Landspítalann í Fossvegi um klukkan eitt í nótt. Maðurinn mun meðal annars hafa hlotið alvarleg meiðsli á höfði og gekkst hann undir aðgerð í nótt.

Fleiri fréttir