Ályktun frá Framsóknarfélagi Skagafjarðar

framsokn1Stjórn Framsóknarfélags Skagafjarðar mótmælir harðlega áformum ríkisstjórnarinnar um að leggja niður ráðuneyti landbúnaðar- og sjávarútvegs.

Stjórnin telur einsýnt að með því sé ríkisstjórnin að gera lítið úr mikilvægi þessara undirstöðuatvinnugreina sem gegna lykilhlutverki í endurreisn íslensks atvinnulífs og samfélags.

Stjórnin telur jafnframt að með þessu er Samfylkingin að reyna að styrkja stöðu sína innan ríkistjórnarinnar vegna umsóknar um aðild að Evrópusambandinu þar sem innan þessara mikilvægu greina ríkir mikil andstaða við aðild að Evrópusambandinu.

Fordæmir stjórnin slík vinnubrögð harðlega.

StjórnFramsóknarfélags Skagafjarðar.

Viggó Jónsson Formaður.

palli@feykir.is

Fleiri fréttir